59. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. september 2017 kl. 09:30


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30

Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi vegna veikinda og Páll Magnússon var fjarverandi. Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Ríkisreikningur 2016 Kl. 09:30
Til fundarins kom Ingþór Karl Eiríksson frá Fjársýslu ríkisins og kynnti ríkisreikning 2016. Hann lagði fram glærukynningu og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Lífeyrisskuldbindingar 2016 Kl. 10:42
Lagt var fram yfirlit yfir lífeyrisskuldbindingar og eftirlaun frá Fjársýslu ríkisins.

3) Verklag og áherslur fjárlaganefndar Kl. 10:44
Rætt var um fyrirhugað verklag og áherslur í starfi fjárlaganefndar við vinnslu fjárlaga og eftirlit með framkvæmd fjárlaga.

4) Önnur mál Kl. 11:38
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:39
Fundargerð 58. fundar var afgreidd.

Fundi slitið kl. 11:40